Íslensku jólasveinarnir

Jólasveinarnir

Íslensku jólasveinarnir eiga sér rætur í íslenskum þjóðsögum og eru því af allt öðrum uppruna en Santa Claus. Þeirra var fyrst getið í Grýlukvæði frá 17. öld sem eignað er séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. Þar eru þeir sagðir börn Grýlu og Leppalúða:

Börnin eiga þau bæði saman
brjósthörð og þrá.
Af þeim eru jólasveinar
börn þekkja þá.
Af þeim eru jólasveinar
jötnar á hæð.
Öll er þessi illskuþjóðin
ungbörnum skæð.

 

Eins og sést af kvæðinu voru jólasveinar og þeirra ætt talin illskeytt og eflaust notuð til að hræða börn til hlýðni.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1862) koma fyrst fyrir nöfn jólasveinanna 13 sem nú er þekktastir. Ekki fór miklum sögum af þeim fyrr en Jóhannes úr Kötlum samdi kvæði um þá sveina „…sem brugðu sér hér forðum á bæina heim“ og Tryggvi Magnússon myndskreytti árið 1932. Um sama leyti fóru þeir að koma fram í jólabarnatíma útvarpsins. Í vísum Jóhannesar er jólasveinum lýst sem undarlegum og jafnvel hættulegum hrekkjalómum. Með árunum urðu þeir samt sífellt elskulegri og svo fór að þeir fóru að gefa börnum í skó í glugga. Þessi siður barst með sjómönnum sem sigldu á Norðursjávarhafnir fyrir 1930, en varð ekki almennur fyrr en um 1960 og þá í mjög afbakaðri mynd frá hinni upprunalegu. Smám saman tókst með aðstoð Þjóðminjasafnsins og útvarpsins að koma nokkurri reglu á þennan sið. 

 

Jólasveinarnir koma til byggða einn á hverjum degi, frá 12 desember til Aðfangadags jóla.  Síðan þegar sá síðasti kemur leggur sá fyrsti af stað heim aftur og fara þeir svo hver á eftir öðrum í sömu röð og þeir komu til byggða.

Koma til byggða

12. Desember
til
24. Desember

Fara heim aftur

25. Desember
til
06. Janúar

Íslensku jólasveinarnir

Hér að að neðan eru jólasveinarnir í þeirri röð sem þeir koma til byggða. Til að fá meiri upplýsingar þinn uppáhalds jólasvein og kannsi að fá frá honum gott í skóinn, bréf  eða jafnvel pakka um jólin.  En við leyfðum restinni af fjölskyldunnu svo að fljóta með ef einhver vildi vita meira um þau!

Stekkjastaur

Kemur:   12. desember
Fer heim: 25. desember

Giljagaur

Kemur:   13. desember
Fer heim: 26. desember

Stúfur

Kemur:   14. desember
Fer heim: 27. desember

Þvörusleikir

Kemur:   15. desember
Fer heim: 28. desember

Pottaskefill

Kemur:   16. desember
Fer heim: 29. desember

Askasleikir

Kemur:   17. desember
Fer heim: 30. desember

Hurðaskellir

Kemur:   18. desember
Fer heim: 31. desember

Skyrgámur

Kemur:   19. desember
Fer heim: 01. janúar

Bjúgnakrækir

Kemur:   20. desember
Fer heim: 02. janúar

Gluggagægir

Kemur:   21. desember
Fer heim: 03. janúar

Gáttaþefur

Kemur:   22. desember
Fer heim: 04. janúar

Ketkrókur

Kemur:   23. desember
Fer heim: 05. janúar

Kertasnýkir

Kemur:   24. desember
Fer heim: 06. janúar

Grýla

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Jólakötturinn

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Leppalúði

Kemur:   ekki til manna

Er það eitthvað sem við getum gert fyrir þig?
Segðu halló!

Ef það er eitthvað sem þig langar að vita, um jólasveinana eða aðra fjölskyldumeðlimi þeirra.  Nánast hvað sem er þá erum við hér til að hjálpa, ef við getum.