Íslensku jólasveinarnir

Um okkur

Jólasveinarnir & fjölskyldan

Saga okkar nær allt aftur til 17. aldar og var sagt að við værum tröllum líkir, og vorum hrekkjóttir mjög, eins og nöfn okkar bera með sér.  En upp úr 1900 fórum við að haga okkur betur og stundum klæðumst við svipuðum klæðnaði og frændi okkar St. Nikulás.  Við eigum það til ennþá að vera smá hrekkjóttir en það er ekki eins og það var hér áður.  En við komum ennþá til jóla í sömu röð og á sama tíma og hér áður fyrr. Fyrstur kemur Stekkjastaur bróðir okkar og kemur hann þann 12. desember og síðan komum við hver á fætur öðrum. Og allir gefum við þægum börunum eitthvað gott í skóinn, en til þess verða börnin að vera þæg og góð og muna að setja skóinn út í glugga.  Síðasti bróðurinn kemur síðan á aðfangadag og er það hann Kertasníkir.  Síðan daginn eftir þá byrjum við að fara aftur upp í fjall til hennar móður okkar, Grýlu.

Síðan er restin af fjölskyldunni sem eru Grýla sem áður kom fram og karl faðir okkar hann Leppalúði og síðan er það kötturinn okkar, Jólakötturinn.  Ef börnin eru óþæg yfir árið þá kemur Grýla og tekur þau með sér til fjalla.  En Jólakötturinn hann tekur alla þá sem ekki hafa fengið nýja flík fyrir jólin.

Svo verið öll þæg og góð við hvert annað. Og passið einnig að allir fái einhverja nýja flík fyrir jólin. Við öll hérna óskum ykkur gleðilegra jóla og okkur bræðurna hlakkar til að hitta ykkur á næstu jólum.

Íslensku jólasveinarnir

& hinir í fjölskyldunni

Hér að að neðan eru jólasveinarnir í þeirri röð sem þeir koma til byggða. Til að fá meiri upplýsingar þinn uppáhalds jólasvein og kannsi að fá frá honum gott í skóinn, bréf  eða jafnvel pakka um jólin.

Stekkjastaur

Kemur:   12. desember
Fer heim: 25. desember

Giljagaur

Kemur:   13. desember
Fer heim: 26. desember

Stúfur

Kemur:   14. desember
Fer heim: 27. desember

Þvörusleikir

Kemur:   15. desember
Fer heim: 28. desember

Pottaskefill

Kemur:   16. desember
Fer heim: 29. desember

Askasleikir

Kemur:   17. desember
Fer heim: 30. desember

Hurðaskellir

Kemur:   18. desember
Fer heim: 31. desember

Skyrgámur

Kemur:   19. desember
Fer heim: 01. janúar

Bjúgnakrækir

Kemur:   20. desember
Fer heim: 02. janúar

Gluggagægir

Kemur:   21. desember
Fer heim: 03. janúar

Gáttaþefur

Kemur:   22. desember
Fer heim: 04. janúar

Ketkrókur

Kemur:   23. desember
Fer heim: 05. janúar

Kertasnýkir

Kemur:   24. desember
Fer heim: 06. janúar

Grýla

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Jólakötturinn

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Leppalúði

Kemur:   ekki til manna

Stjórnendur Verkstæðisins

Þessi þrjú hérna sjá til þess að hlutirnir gangi upp eins snurðulaust og hægt verður. Kertasníkir sér um allt sem snýr að framleiðslu og dreifingu.  Grýlu ákveður hvað er framleitt og Stúfur sér síðan um allt sem snýr að samfélagsmiðlunum og heimasíðu.

Kertasníkir

Kertasníkir

Framleiðsla og dreifing

Grýla

Grýla

Hönnun & kvartanir

Stúfur

Stúfur

Samfélagsmiðlar

Frá Verkstæði Jólasveinanna