Íslensku jólasveinarnir

Kertasníkir

Kemur til byggða eftir

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn og sá síðasti kallaður sem kemur til manna, þann 24. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Kertasníkir kom á aðfangadag og elti börnin til að reyna að ná af þeim tólgarkertunum. Þótti honum þau hið mesta góðgæti.

Kemur til byggða

24. desember 

Fer aftur heim

6. Janúar

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Jóhannes úr Kötlum

Í tilefni þess að Verkstæði Jólasveinana hefur opnað netverslun fóru bræðurnir fram á það að hluti af vörunum sem eigi að fara í sölu hjá Verkstæðinu verði tileinkaðar þeim bræðrum.  Hérna er hluti af þeim vörum sem eru tileinkaðar Kertasníki.  Frábærar vörur til að aðstoða jólasveinanna að setja í skóna hjá börnunum.

Frá Verkstæði Jólasveinanna