Íslensku jólasveinarnir
Giljagaur
kemur til byggða eftir
Giljagaur er nafnið á öðrum jólasveininum sem kemur til manna, þann 13. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
Giljagaur var talinn fela sig í fjósinu og fleyta froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til.
Kemur til byggða
13. desember
Fer aftur heim
26. desember
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Jóhannes úr Kötlum
Í tilefni þess að Verkstæði Jólasveinana hefur opnað netverslun fóru bræðurnir fram á það að hluti af vörunum sem eigi að fara í sölu hjá Verkstæðinu verði tileinkaðar þeim bræðrum. Hérna er hluti af þeim vörum sem eru tileinkaðar Giljagaur. Frábærar vörur til að aðstoða jólasveinanna að setja í skóna hjá börnunum.