Íslensku jólasveinarnir
Stekkjastaur
kemur til byggða eftir
Stekkjarstaur nefnist jólasveinninn sem kemur fyrstur til byggða, en henn kemur þann 12. desember. Hann er fyrstur samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
Stekkjarstaur var sagður sjúga mjólk úr sauðkindum. Hann hafði staurfætur á báðum fótum svo það gekk heldur erfiðlega.
Stekkur var sérstök gerð fjárréttar og þaðan fékk Stekkjarstaur nafnið sitt.
Kemur til byggða
12. desember
Fer aftur heim
25. desember
Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.
Jóhannes úr Kötlum
Í tilefni þess að Verkstæði Jólasveinana hefur opnað netverslun fóru bræðurnir fram á það að hluti af vörunum sem eigi að fara í sölu hjá Verkstæðinu verði tileinkaðar þeim bræðrum. Hérna er hluti af þeim vörum sem eru tileinkaðar Stekkjastaur. Frábærar vörur til að aðstoða jólasveinanna að setja í skóna hjá börnunum.